4.flokkur Breiðholts með sinn fyrsta sigur

Stelpurnar í 4.flokki Breiðholts mættu HK-ingum í gær í sínum þriðja leik í Íslandsmótinu.

Fyrstu tveimur leikjum sínum höfðu stelpurnar tapað gegn Vestra og Víði Garði. Stelpurnar mættu sterkar til leiks en það voru þó HK stelpur sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Sóley Mai svaraði fyrir Leiknisstelpur stuttu síðar með flottu skoti í blá hornið. Það var síðan Hildur Eva sem sá til þess að Breiðholtsliðið fór með forustuna inn í hálfleik.

Breiðholtsstelpur héltu áfram að þjarma að varnarmönnum HK í seinni hálfleik en inn vildi boltin ekki. HK-ingar börðust eins og ljón en náðu ekki að komast framhjá baráttuglöðum Breiðholtsstelpum. Það var síðan Elísa Nimet sem gerði endanlega út um leikin þegar hún bætti við þriðja marki Breiðholts eftir góða sókn.

Flottur sigur hjá stelpunum sem leika næst gegn Grindavík á mánudaginn.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*