5.flokkur á Goðamóti á Akureyri

5 flokkur kvenna fór norður yfir heiðar síðastliðin föstudag. Stelpurnar voru að fara á sitt fyrsta gistimót og margar að spila sína fyrstu leiki.

Stelpurnar stóðu sig vel þrátt fyrir að úrslitin voru kannski þau sem við óskuðum. Það komu samt allir til baka sem betri leikmenn og áhuginn kominn til að vera. Þetta mót fer í reynslubankann og er vonandi fyrsta af mörgum sem stelpurnar fara á.

Þær voru félaginu til sóma og betri hóp er ekki hægt að óska sér. Þótt að móti blés stóðu stelpurnar saman og lögðu sig allar fram.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*