6.flokks strákar viðurkenndir

Nýverið voru tveir drengir úr 6.flokki viðurkenndir sem Leiknismenn mánaðarins fyrir desember mánuð. 6.flokkur samanstendur af uþb 35 drengjum fæddum 2004 og 2005. Af eldra ári var það Jóhannes Flosi Rúnar Ingason sem safnaði sér inn flestum stigum í mánuðinum og á yngra ári var það Daníel Blær Þórisson sem var hlutskarpastur.

Báðir eiga það sameiginlegt að hafa mætt vel á æfingar, lagt sig 100% fram og verið til fyrirmyndar á æfingasvæðinu í hvívetna.

Leiknir.com spurði þessa ungu Leiknismenn nokkra spurninga

Nafn: Jóhannes Flosi Rúnar Ingason
Fæddur: 14.júní 2004
Uppáhalds lið í enska boltanum: Man Utd, þótt þeir séu orðnir ömurlegir útaf Moyes
Uppáhalds lið í spænska boltanum: Real Madrid
Uppáhalds leikmenn: Gareth Bale, Van Persie og Ronaldo
Uppáhalds íslenski leikmaður: Gylfi Þór Sigurðsson
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Spil og Reitabolti
Hvað þarf að gera til að verða góður í fótbolta: Fara oft út í fótbolta – fóru einu sinni út með afa mínum, hann kenndi mér að taka á móti bolta

 

 

 

Nafn: Daníel Blær Þórisson
Fæddur: 21.október 2005
Uppáhalds lið í enska boltanum: Man Utd, Liverpool og Arsenal eru öll góð
Uppáhalds lið í spænska boltanum: Barcelona
Uppáhalds leikmenn: Messi, Ronaldo og Van Persie
Uppáhalds íslensku leikmenn: Ingimar frá Hrísey, Sævar og Daði þjálfarar
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Tækniæfingar og spila
Hvað þarf að gera til að verða góður í fótbolta: Æfa sig mikið og fara eftir fyrirmælum (hlusta)

 

Leiknir.com óskar þeim Jóhannesi og Daníel Blæ til hamingju með flotta frammistöðu og vonandi halda drengirnir áfram á þessari braut

Daníel Blær og Jóhannes

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*