6.flokkur Leiknis í Íslandsmótinu

6.flokkur Leiknis tók þátt í fyrstu umferð Íslandsmótsins þriðjudagin á Ásvöllum í Hafnarfirði.  Leiknismenn sendu fjögur lið til leiks sem léku í A,B,C og D-liða keppni.

A-liðið gerði gott mót og unnu alla sína þrjá leiki í mótinu og skoruðu 25 mörk alls.  Hér má sjá fyrri hálfleik í leik Leiknis og Þróttar í A-liðum.

B-liðsmenn mættu einnig sterkir til leiks í mótið og unnu einnig alla sína leiki og skoruðu 26 mörk vel að verki staðið.

C-liðsmenn byrjuðu mótið og unnu sinn fyrsta leik 5-1. Fleiri urðu sigrarnir þó ekki en þeir töpuðu næstu tveimur leikjum í hörku leikjum.

D-liðsmenn hófu leik á tapi gegn Fylki í hörkuleik 3-2. Drengirnir létu þó ekki deigan síga og unnu næstu tvo leiki sína og enduðu mótið í 2.sæti riðilsins með sex stig.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*