Meistaraflokkur kvenna: Æfingaleikur við Gróttu annað kvöld 18:30 Leiknisvöllur

Á morgun föstudag klukkan 18:30 mun meistaraflokkur kvenna spila sinn fyrsta leik í um 11 ár. Síðasti leikur meistaraflokks kvenna á Leiknisvelli var spilaður 23. ágúst 2007. Þá gerðu stelpurnar nokkuð ósanngjarnt jafntefli við FH 1-1 🙂

Þjálfari liðsins í dag er Garðar Gunnar Ásgeirsson en hann þarf vart að kynna fyrir Leiknisfólki enda uppalinn Leiknismaður og hefur komið að þjálfun meistaraflokks karla og þjálfað yngra flokka félagsins þó nokkrum sinnum. Honum til halds og trausts verður Hilmar Þór Sigurjónsson en hann kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið að þjálfa.

Leikurinn á morgun er æfingaleikur við Gróttu. Þær enduðu í 6.sæti í 2.deild á síðasta tímabili, sömu deild og Leiknir verður í á næsta ári. Það verður því verðugur andstæðingur sem mætir stelpunum okkar annað kvöld.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*