Ágúst Leó í Leikni

Sóknarmaðurinn Ágúst Leó Björnsson hefur skrifað undir samning við okkur Leiknismenn.

Ágúst, sem er 22 ára, er uppalinn í Stjörnunni en kemur frá Þrótti.

Ágúst sleit krossband fyrir ári síðan og er að stíga upp úr þeim meiðslum. Hann varð einmitt fyrir þeim meiðslum í leik gegn Leikni.

Hann hefur einnig spilað fyrir ÍBV, Keflavík og Aftureldingu.

„Það er mikið gleðiefni að fá Ágúst í Breiðholtið og hann tekur sig vel út í treyjunni. Þarna er öflugur leikmaður sem er góð viðbót við spennandi og skemmtilegt lið okkar,” segir Oscar Clausen, formaður Leiknis, á heimasíðu félagsins.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*