Á toppnum eftir að hafa rúllað yfir Ólafsvíkinga

Leiknir 5 – 0 Víkingur Ó.
1-0 Vuk Oskar Dimitrijevic (’12)
2-0 Sævar Atli Magnússon (’37)
3-0 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (’48)
4-0 Sólon Breki Leifsson (’65)
5-0 Arnór Ingi Kristinsson (’74)

Öruggur sigur gegn Ólafsvíkingum á Domusnovavellinum og hagstæð úrslit í öðrum leikjum gerðu að verkum að Leiknir trónir á toppi Lengjudeildarinnar að loknum sjö umferðum.

Hér má sjá stöðuna í deildinni

Leikurinn í gær vakti mikla athygli, ekki síst fyrir það að Guðjón Þórðarson stýrði gestunum í endurkomu sinni í íslenska boltann. Guðjón hrósaði okkar liði eftir leikinn enda annað ekki hægt eftir svona frammistöðu!

Mörkin urðu alls fimm. Vuk Oskar Dimitrijevic, sem valinn var Manhattan maður leiksins, skoraði það fyrsta og það síðasta gerði Arnór Ingi Kristinsson en hann var að skora sitt fyrsta mark fyrir Leikni.

Leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport og hérna má sjá mörkin.

Hér er skýrslan af .Net og hér er umfjöllun Snorra af Leiknisljónasíðunni. Svo má ekki gleyma myndaveislunni frá Hauki! Að neðan eru svo viðtöl við Sigga Höskulds og Sævar Atla.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*