Aðalfundur Leiknis 4.apríl

Aðalfundur Íþróttafélagsins Leiknis R. verður haldinn í Leiknisheimilinu, Austurbergi 1, fimmtudaginn 04 apríl n.k. kl. 20:00.

 

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla formanns.
 3. Skýrsla gjaldkera aðalstjórnar, kynning og umræður um endurskoðaða reikninga
 4. Lagabreytingar og önnur löglega framborin mál.
 5. Kosning aðalstjórnar félagsins
 6. Kosning stjórnarformanns
 7. Kosning löggilts endurskoðanda félagsins og tveggja skoðunarmanna.
 8. Önnur mál.

 

Félögum er bent á að kynna sér lög félagsins, en þau má finna á heimasíðu félagsins og hægt er að óska eftir að fá þau send. Framboðum til stjórnar og breytingatillögum vegna lagabreytinga skal skilað til kjörstjórnar á netfangið arnahosk@gmail.com eigi síðar en miðvikudaginn 03. apríl n.k.

Aðalstjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda og mótar starfsemina í aðalatriðum. Aðalstjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum: formanni, gjaldkera, ritara og tveim meðstjórnendum. Stjórnarmenn skipta sjálfir með sér störfum innan stjórnarinnar nema hvað formaður félagsins skal kjörinn sérstaklega. Við hvetjum folk eindregið til að gefa kost á ser í stjórn og formannsstöðu félagsins, hjálpumst að við að gera gott félag enn betra.

 

Samkvæmt lögum félagsins eru atkvæðisbærir á aðalfundi þess:

 • Allir iðkendur, skv. iðkendaskrá félagsins, sem náð hafa 18 ára aldri,
 • leikmenn meistaraflokka félagsins og
 • félagsmenn sem greiða árgjald til félagsins skv. ákvörðun stjórnar.

 

Árgjald félagsins er kr. 2.500 og er unnt að greiða það inn á reikning félagsins (0537-26-16902) (kt: 690476-0299). Einnig er hægt að senda tölvupóst  gjaldkeri@leiknir.com með nafni og kennitölu viðkomandi og verður send valfrjáls krafa í heimabanka viðkomandi. Athugið að þeir félagsmenn sem greiddu árgjaldið 2018 hafa nu þegar fengið valfrjálsa kröfu inn á heimabankann sinn. Þeir sem greitt hafa félagsgjald fyrir 03. apríl n.k verða þar með atkvæðisbærir á fundinum og hvertjum við sem allra flesta til þess að mæta og taka þátt í starfi og uppbyggingu Leiknis R.

 

Kjörstjórn skipa:

Halla Bjarnadóttir

Hrafnhildur B. Guðjónsdóttir

Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*