Aðalfundur Leiknis og félagsgjöld

Aðalfundur Leiknis verður haldinn í byrjun Apríl í hátíðarsal félagins í Leiknisheimilinu. Kosið verður til stjórnar og farið yfir ýmis mál tengd félaginu.

Félagsgjöld Leiknis fyrir árið 2019 eru komin inná heimabanka félagsmanna, þeir sem fá rukkun inná heimabankann sinn eru þeir sem greiddu félagsgjöld til félagsins árið 2018 og eftir sem áður er þessi krafa valfrjáls.

Ef einhverjir vilja bætast í hópinn endilega sendið póst með kennitölu þess efnis á netfangið gjaldkeri@leiknir.com.

Félagsmenn sem greitt hafa í félagið fyrir Aðalfund þess sem haldinn verður í byrjun apríl öðlast kosningarétt á fundinum.

Við hvetjum alla þá sem bera taugar til félagsins til að koma á Aðalfundinn og kynna sér málefni félagsins en það eru svo sannarlega allir velkomnir. Aðalfundur verður auglýstur nánar þegar nær dregur á Leiknir.com og Facebook.

ÁFRAM LEIKNIR!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*