Æfingaleikur við Kórdrengi

Endurkoma fótboltans!

Á mánudaginn verður æfingaleikur við Kórdrengi á Domusnova-vellinum. Leikur hefst klukkan 18:00. Kórdrengir eru í 2. deild og eru með öflugt lið svo búast má við hressandi leik.

Það Leiknisfólk sem hefur pantað árskort geta náð í kortið sitt í kringum leikinn. Þá verða líka árskort til sölu… og grillaðar eðalsamlokur!

Leiknir hefur þrjá æfingaleiki skipulagða fram að móti en auk leiksins gegn Kórdrengjum verður leikið gegn ÍR á Domusnova-vellinum 30. maí og svo gegn Stjörnunni í Garðabæ 6. júní. Þeir leikir verða auglýstir betur þegar nær dregur!


Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*