Afmælisveisla fyrir leikinn gegn Njarðvík!

Leiknisljónahittingurinn fyrir leikinn gegn Njarðvík á föstudagskvöld verður einnig afmælisveisla!

Íþróttafélagið Leiknir, Reykjavík var stofnað 17. maí 1973 í vinnuskúr sem staðsettur var við Iðufell.

Leiknir á því 46 ára afmæli á leikdegi!

Við hvetjum því alla til að mæta í Leiknisljóna-afmælis-hittinginn í salnum okkar góða fyrir leikinn gegn Njarðvík. Gísli Þorkelsson verður með drykki við allra hæfi frá klukkan 17. Leikurinn sjálfur hefst 19:15.

Fólki er svo auðvitað frjálst að mæta með kökur eða annað góðgæti til að fagna deginum!

Leiknir – Njarðvík á Facebook

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*