Allar æfingar félagsins falla niður til og með 19. október

Kæra Leiknisfólk

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um að íþróttafélög geri hlé á starfsemi sinni.

Allar æfingar hjá félaginu falla því niður frá deginum í dag til og með 19.okt. Á það við um æfingar bæði innadyra og utandyra hjá öllum aldursflokkum.

Leiknir hvetur foreldra og iðkendur til að gæta að heilsunni og munum að hreyfing, hollt matarræði og góður svefn eru mjög mikilvægir þættir í því samhengi.

Frétt fotbolti.net um málið má sjá hér:

https://www.fotbolti.net/news/08-10-2020/isi-bidur-um-hle-a-ithrottum-a-hofudborgarsvaedinu

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*