Andi Hoti skrifar undir út tímabilið 2023

Eðaldrengurinn Andi Hoti hefur skrifað undir samning við Leikni sem gildir út tímabilið 2023!

Andi er 17 ára varnarleikmaður sem á bjarta framtíð. Hann er Leiknismaður út í gegn og hefur tekið miklum framförum á árinu.

Í sumar spilaði hann sinn fyrsta leik á Íslandsmóti fyrir Leikni þegar hann kom inn af bekknum gegn Þrótti. Þá lék hann tvo bikarleiki.

Framtíðarleikmaður sem verður feykilega spennandi að fylgjast með.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*