Andi og Andi í U16 úrtaki KSÍ

Þeir Andi Hoti og Andi Morina hafa verið valdir í úrtakshóp U16 ára leikmanna sem mun æfa saman um helgina.

Þeir félagar hafa verið lykilmenn í 3.flokki í vörn og sókn undanfarinn ár en Andi Hoti hefur leikið sem miðjumaður og hafsent en Andi Morina kann betur við sig framar á vellinum.

Æfingarnar fara eins og áður segir fram um helgina en leikið verður í fjórum liðum alla helgina og fá strákarnir því tækifæri á því að kljást við hvorn annan.

Við óskum þeim félögum til hamingju með þetta og óskum þeim góðs gengis. 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*