Andi og Andi í úrtakshópi U16

Leiknismenn eiga tvo fulltrúa í 32 manna úrtakshópi U16 ára landsliðsins sem æfir næstu helgi en það eru þeir Andi Morina og Andi Hoti.

Strákarnir tóku einnig þátt í æfingamóti U16 KSÍ þar sem fjögur ellefu manna lið skipuð efnilegum leikmönnum mætast innbyrðis. Þess má til gamans geta að Leiknismennirnir Vigfús Arnar Jósepsson og Þórður Einarsson þjálfuðu tvö af liðinum. Í því móti tóku um sextíu leikmenn þátt en nú standa aðeins þrjátíu og tveir eftir.

Vel af sér vikið hjá okkar mönnum en við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*