Anton Freyr í Leikni

Miðjumaðurinn Anton Freyr Ársælsson er gengin í raðir Leiknis frá Fjölni á láni út tímabilið. Anton sem er fæddur árið 1996 er kraftmikill miðjumaður, fastur fyrir og öflugur spilari.

Anton kom einnig á láni til Leiknis um miðbik seinasta tímabils og lék þá átta leiki með Leiknisliðinu og skoraði tvö mörk.

Við bjóðum Anton velkomin aftur í Breiðholtið og óskum honum góðs gengis í Leiknistreyjunni í sumar.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*