Áramótaboltinn 2020

Minningamót Gunnars Haukssonar – Áramótabolti Leiknis

Af augljósum ástæðum er því miður ekki hægt að halda hefðbundið mót þetta árið (í fyrsta sinn í meira en 20 ár!) en í staðinn munum við verða með útsláttarkeppni á netinu fyrir öll lið sem skrá sig og greiða þátttökugjaldið. Umsjónarmenn mótsins, bræðurnir Haukur og Valur Gunnarssynir, munu sjá um dráttinn.

Það kostar 1.500 kr. á mann en það þurfa að vera a.m.k. 3 í liði til að liðið sé gjaldgengt í mótið. Fjöldi liða verður ekki takmarkaður við 12 lið eins og áður en skráningarfrestur er til kl. 18 miðvikudaginn 30. desember.

Nú er tækifæri fyrir ný eða gömul og rótgróin lið að sigra mótið því allir eiga jafnan séns!

1 – leggið inn á 0537-26-016902 690476-0299
2 – kommentið hér að neðan og skráið liðið til leiks
3 – fylgist með á miðvikudagskvöld þegar úrslitin verða kynnt í beinni útsendingu á Facebook
4 – enginn vinningur er í boði en það lið sem vinnur getur titlað sig “Áramótameistarar 2020”
5 – allir njóta þess að hafa styrkt Leikni í þessari fjáröflun 🙂

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*