Árgangamót Leiknis 2017

Árgangamót Leiknis 2017 verður haldið laugardaginn 29. apríl næstkomandi.

Leikið verður í 5 manna liðum, 1×12 mínútur hver leikur og spilar hvert lið a.m.k. 4 leiki. Þátttökugjald er 1.500 kr. á hvern keppanda, en fyrir 2.500 kr. eru matur (kemur í ljós) og eitt stk. bjór innifalin.

Árgangar fyrir 1980 (sumsé 1979, 1978, þið fattið hvað ég á við) mega skeyta saman árgöngum til að ná í lið.

Skráning liða fer fram á Facebook-grúppunni Árgangamót Leiknis eða í tölvupósti á orri.eiriks@gmail.com. Í skráningu þarf að koma fram hver árgangurinn er og hver er í forsvari fyrir árganginn (contact upplýsingar á viðkomandi).

Í beinu framhaldi af Árgangamótinu verður haldið Stuðningsmannakvöld Leiknis þar sem fer fram verðlaunaafhending mótsins og leikmannakynning, auk fleiri atriða sem auglýst verða betur síðar.

Nú er um að gera að hringja í gamla félaga og halda töflufund, þetta verður rosalegt!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*