Árni Elvar skoraði í jafntefli gegn Ólsurum

Víkingur Ó. 1 – 1 Leiknir R.
0-1 Árni Elvar Árnason (’27)
1-1 Guðmundur Magnússon (’41)

Leiknir gerði 1-1 jafntefli gegn Víkingi í Ólafsvík á fimmtudaginn. Um var að ræða jafnan hörkuleik þar sem liðin skiptu stigunum á milli sín.

Sjáðu skýrslu leiksins af ksi.is

Árni Elvar skoraði mark leiksins á 27. mínútu eftir fallega sókn. Hann var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir Leikni.

Víkingur Ólafsvík jafnaði fyrir hálfleik og var ekkert skorað í seinni hálfleiknum. Leiknir er í fjórða sæti deildarinnar eftir sextán umferðir en bilið í annað sætið er nú 5 stig.

Hjalti Sigurðsson var valinn maður leiksins í umfjöllun Leiknisljónanna frá Ólafsvík en þá umfjöllun má lesa með því að smella hérna.

Næsti leikur Leiknis verður gegn Þrótti á föstudag, á Leiknisvelli. Athygli er vakin á því að sá leikur verður klukkan 18:00. Vuk Oskar og Árni Elvar fengu gult í Ólafsvík og taka út leikbann á föstudag vegna uppsafnaðra áminninga.

Skoðaðu stöðuna í deildinni (ksi.is)

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*