Árni Elvar til 2023!

Miðjumaðurinn Árni Elvar Árnason lætur verkin tala innan sem utan vallar!

Árni Elvar er mikilvægur hlekkur í Leiknisfjölskyldu sinni og hjarta hans slær svo sannarlega í takt við félagið.

Það var því mikið gleðiefni í vikunni þegar hann tók upp pennann og skrifaði undir samning við Leikni út 2023.

Árni Elvar verður 24 ára í næsta mánuði en þessi öflugi miðjumaður lék sinn fyrsta Íslandsmótsleik fyrir meistaraflokk Leiknis í 1. deildinni 2016. Á þessu tímabili hefur hann leikið 19 af 20 leikjum Leiknis í Lengjudeildinni.

Jibbíjei!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*