Árskort fyrir Pepsi deild 2015 seld í Leiknishúsinu

Leiknismenn leika í fyrsta skipti í ár í efstu deild karla og mikil tilhlökkun er hjá félaginu og Breiðhyltingum fyrir komandi keppnistímabili. Sem fyrr verða árskort seld á heimaleiki liðsins.

Miðaverð á leiki Leiknis í sumar verður 1500 kr en nú geta stuðningsmenn Leiknis tryggt sér heimaleikjakort sem gildir á alla heimaleiki Leiknis fyrir 11.000 kr en heimaleikir liðsins verða 11 talsins.
Hægt er að tryggja sér árskort í Leiknishúsinu á skrifstofu framkvæmdastjóra milli kl. 13.00 – 20.00 alla virka daga.
Fyrsti leikur Leiknis í Pepsi deildinni er gegn Val á Hlíðarenda 3.maí. Annar leikur Leiknis en jafnframt fyrsti heimaleikur er gegn ÍA mánudaginn 11.maí kl. 19.15 á Leiknisvelli.


Hvetjum alla Breiðhyltinga til að fjölmenna á völlinn í sumar og gera leikdaga í Breiðholtinu frábæra og eftirminnilega fyrir alla. Áfram Leiknir !

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*