Ársreikningur Leiknis 2018 og Aðalfundur félagsins 4.apríl

Leiknir Reykjavík hefur undirgengist leyfiskerfi KSÍ fyrir tímabilið 2019 án athugasemda. Hluti af leyfiskerfinu er að birta ársreikning síðasta árs eftir yfirferð frá KSÍ á vefsíðu félagsins.

Hægt er að nálgast hann hér:

Ársreikningur 2018

Minni svo á aðalfund félagsins sem verður haldinn í Leiknisheimilinu Austurbergi 1, fimmtudaginn 4.apríl n.k. kl 20:00.

Samkvæmt lögum félagsins eru atkvæðisbærir á aðalfundi þess:

  • Allir iðkendur, skv. iðkendaskrá félagsins, sem náð hafa 18 ára aldri,
  • leikmenn meistaraflokka félagsins og
  • félagsmenn sem greiða árgjald til félagsins skv. ákvörðun stjórnar.

Árgjald félagsins er kr. 2.500 og er unnt að greiða það inn á reikning félagsins (0537-26-16902) (kt: 690476-0299). Einnig er hægt að senda tölvupóst  gjaldkeri@leiknir.com með nafni og kennitölu viðkomandi og verður send valfrjáls krafa í heimabanka viðkomandi. Athugið að þeir félagsmenn sem greiddu árgjaldið 2018 hafa nu þegar fengið valfrjálsa kröfu inn á heimabankann sinn. Þeir sem greitt hafa félagsgjald fyrir 03. apríl n.k verða þar með atkvæðisbærir á fundinum og hvertjum við sem allra flesta til þess að mæta og taka þátt í starfi og uppbyggingu Leiknis R.

Félögum er bent á að kynna sér lög félagsins, en þau má finna á heimasíðu félagsins og hægt er að óska eftir að fá þau send. Framboðum til stjórnar og breytingatillögum vegna lagabreytinga skal skilað til kjörstjórnar á netfangið arnahosk@gmail.com eigi síðar en miðvikudaginn 03. apríl n.k.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*