Ásgeir Þór til Leiknis á láni

Markvörðurinn kattfrái Ásgeir Þór Magnússon er gengin í raðir uppeldisfélags síns Leiknis á nýjan leik á lánssamning frá Val

Ásgeir Þór lék með Leikni upp alla yngri flokka félagsins eða þangað til hann söðlaði um og skipti yfir í Val árið 2008

Eins og áður segir er Ásgeir öllum hnútum kunnugur innan veggja félagsins og fer þar drengur góður.

Ásgeir sem er 21 árs gamall hefur leikið fjóra leiki í sumar með Valsliðinu en missti nýverið stöðu sína til Ólafs Þórs Gunnarssonar sem var kallaður úr helgum stein.

Fögnum við því að fá Ásgeir á þessum tímapunkti enda Eyjólfur Tómasson markvörður í leikbanni í næsta leik. Ásgeir hefur leikið 2 leiki fyrir u21 landslið Íslands. 4 fyrir u19 og 5 fyrir u17.

Velkominn heim

Spurning hvort Ásgeir grafi upp þessa snilldartreyju?

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*