Bikarleikur gegn KA fyrir norðan á miðvikudag

Um síðustu helgi var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Leiknir fékk útileik gegn KA á Akureyri en leikurinn verður á Greifavellinum á miðvikudaginn 24. júní klukkan 18:00.

KA leikur í Pepsi Max-deildinni en meðal leikmanna liðsins er Andri Fannar Stefánsson sem lék níu leiki með okkur í 1. deildinni 2014.

Athygli er vakin á því að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Hér má sjá hvernig leikjaplanið er í 32-liða úrslitunum

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*