Bikarslagur gegn Fjölni á miðvikudag

LEIKNISLJÓNAHITTINGUR FRÁ KLUKKAN 18 í félagsheimilinu.

Leiknisliðið er komið heim úr æfingaferð til Spánar og næsta verkefni er stórleikur gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum. Vafalítið stórleikur umferðarinnar en liðin verða saman í Inkasso-deildinni í sumar.

Okkar menn eru vel gíraðir eftir góða æfingaferð og engin meiðsli sem eru að herja á hópinn.

Leikurinn verður klukkan 19 á miðvikudag (17. apríl) og verður leikið til þrautar.

Við ætlum að brydda upp á þeirri nýjung að hafa stuðningsmannahitting fyrir alla heimaleiki í sumar. Allir velkomnir að mæta tímanlega í salinn fyrir leiki. Hlutirnir ræddir, byrjunarliðið skoðað og ýmsar uppákomur.

Fyrsti leikur Mjólkurbikarsins er STÓRLEIKUR gegn Fjölni!

– Drykkir við allra hæfi til sölu (já þið fattið!)

– Árskort sumarsins á FÁRÁNLEGU tilboðsverði.

– Kristján Páll Jónsson, hinn þaulreyndi leikmaður Leiknis, mætir og heilsar upp á fólk en hann tekur út leikbann í leiknum.

– Fuego píluspjaldið verður að sjálfsögðu á sínum stað.

– Nacho Heras nachos tilboð í tilefni af fyrsta mótsleik Spánverjans fyrir Leikni.

Miðaverð á leikinn er 1.500 krónur.

(Minnum að lokum á stuðningsmannakvöldið laugardaginn 27. apríl)

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*