Binni Hlö til HB

Fyrirliði Leiknis Brynjar Hlöðversson hefur ákveðið að söðla um og halda til Færeyja og leika undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB.

Brynjar gerir níu mánaða samning við Færeyska stórveldið sem ætlar sér stóra hluti í sumar og munu barátta og ósérhlífni Brynjars koma að góðum notum í baráttunni um Færeyska meistaratitilinn.

Brynjar hefur leikið 176 leiki fyrir hönd Leiknis og skorað 7 mörk og var meðal annars valinn besti leikmaður Leiknis árið 2013 af þjálfurum félagsins auk þess vera í úrvalsliða 1.deildar það sumar.

Við óskum Binna góðs gengis í Færeyjum og þökkum honum fyrir vel unnin störfu ogvonumst við eftir því að sjá hann aftur í Leiknistreyjunni sem fyrst.

Gangi þér vel.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*