Bíókvöld hjá 7. og 6.fl kvenna (Myndir)

Stelpurnar í 7. og 6.flokki kvenna gerðu sér dagamun á dögunum þegar þær komu saman í Leiknisheimilinu eftir æfingu og horfðu á mynd saman. Ásamt því að horfa á mynd borðuðu stelpurnar popp með myndinni og drukku ískalt djús úr djúsvélinni í Leiknisheimilinu en eins og flestir vita þá er djúsvélin í Leiknishúsinu sú besta á Íslandi.

Um 20 stelpur voru saman komnar en Óli Halldór og Halldór Hrannar þjálfa flokkana.
Við hvetjum allar stelpur til að koma og prófa æfingu hjá okkur en æfingar fara fram á eftirfarandi tímum.

7.flokkur stúlkna(2006-2007)

Mánudagur kl. 15:00 Austurbergi
 (Inni)
Þriðjudagar kl. 17.00 ÍR-völlur (úti)

Fimmtudagar kl 16.00 Austurberg (inni)

6. flokkur kvk (2004-2005)

Mánudagur kl. 15:00 Austurbergi
 (inni)
Þriðjudagar kl. 17.00 ÍR-völlur (úti)

Fimmtudagar kl 16.00 Austurbergi (inni)

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá bíókvöldinu

 

 

 

 

 

 

 

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*