Birgir Baldvins lánaður í Leikni

Við Leiknismenn höfum fengið Birgi Baldvinsson lánaðan frá KA út tímabilið. Hann er leikmaður sem á einn leik að baki í efstu deild og kemur með aukna breidd í bakvarðastöðurnar.

Birgir er 19 ára gamall og því enn á 2. flokksaldri.

Birgir er í námi í Reykjavík og hefur æft með Leikni undanfarnar vikur.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*