Birkir Björns lánaður í Aftureldingu

Birkir Björnsson leikmaður Leiknis hefur verið lánaður í Aftureldingu. Birkir er fæddur 1993 og er uppalinn Leiknismaður. Hann leikur oftast sem bakvörður eða miðjumaður. Hann hefur leikið með Leikni á undirbúningstímabilinu.

Síðastliðið sumar var Birkir á láni hjá Reyni Sandgerði síðari hluta sumars þar sem hann skoraði þrjú mörk í sjö leikjum.

Birkir spilaði sinn fyrsta leik með Aftureldingu í gær þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Víði Garði í Lengjubikarnum.

Óskum Birki góðs gengis og öðlist dýrmæta reynslu í búningi Aftureldingar.

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*