Bjarki gerir nýjan samning við Leikni

Leiknismenn halda áfram að endurnýja samninga við leikmenn meistaraflokks en nú hefur Bjarki Aðalsteinsson gert nýjan samning við Leikni til tveggja ára.

Bjarki hefur verið lykilmaður í Leiknisliðinu undanfarinn tvö ár og leikið yfir fjörtíu leiki fyrir Leikni í deild og bikar auk þess að vera valinn besti leikmaður Leiknis í sumar af þjálfurum Leiknis.

Bjarki hefur verið mikilvægur Leiknisliðinu undanfarinn ár og má með sanni segja að við séum afar ánægð að hafa hann áfram á Leiknisvellinum.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*