Breiðholt með sinn fyrsta sigur

Stelpurnar í 4.flokki Breiðholts sameiginlegu liði Leiknis og ÍR unnu sinn fyrsta sigur á laugardaginn þegar Fram/Afturelding mætti í heimsókn.

Framarar byrjuðu betur og náðu forustuni snemma leiks en Breiðholtmeyjar jöfnuðu leikinn þegar Milla var réttur maður á réttum stað og jafnaði leikin með marki eftir fyrirgjöf.

Breiðholtsstelpur náði ekki láta kné fylgja kviða heldur voru það gestirnir sem náðu forustunni og var staðan orðinn 3-1 þeim í vil þegar flautað var til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var eign Breiðholtsliðsins sem börðust vel og náðu að jafna leikinn um miðbik seinni hálfleiks með tveimur mörkum frá Elísu Nimet.

Það var síðan Djellza Krasniqi sem skoraði sigurmarki leiksins eftir góða sókn og tryggði Breiðholti sín fyrstu þrjú stig í Reykjavíkurmótinu.

Flottur sigur hjá stelpunum okkar sem eru á góðu skriði þessa dagana en eiga þó nó inni.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*