Breiðholtshlaup Leiknis 25.maí

Hið árlega Breiðholtshlaup Leiknis verður haldið á uppstigningardag 25.maí næstkomandi klukkan 10:15.

Skráning og verð:
Skráning hefst klukkan 09:00 í Leiknisheimilinu að Austurbergi 1, 111, RVK.

Það kostar 1.500 kr fyrir einstaklingin og 500 kr. fyrir börn yngri en 16 ára. Hámarksgjald á hverja fjölskyldu er 3000 kr

Frítt verður fyrir alla hlaupara í Breiðholtslaugina að hlaupi loknu.

Hlaupavegalengdir: 2 km skemmtiskokk án tímatöku. 5 km og 10 km með tímatöku.

Leiðarlýsing
Breiðholtshlaupið hefst við Leiknishús, Austurbergi 1, hlaupið er framhjá Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, niður fyrir Fella- og Hólakirkju og um Elliðaárdalinn og endað aftur við Leiknishús.

Skemmtiskokkarar beygja upp við Lágaberg og fara inn á göngustíg aftur við leikskólann Hraunborg og halda sem leið liggur aftur út í Leiknishús.

5 km hlauparar hlaupa áfram áleiðis að stíflunni. Merking verður á leiðinni sem gefur til kynna að snúa skuli við og er þá hlaupið sömu leið til baka og út í Leiknishús. Athugið að snúningspunktur er ekki 2,5 km frá starti þar sem start og mark er ekki á sama stað.

10 km hlauparar fara fram hjá stíflu og áfram niður dalinn, yfir stokkinn, upp Rafstöðvarveg og meðfram ánni vinstra megin þar til komið er að gömlu brúnni við Árbæjarlaugina. Þar er farið yfir brúna og hlaupið sömu leið til baka að Leiknishúsi.

Verðlaun
Allir sem ljúka skemmtiskokkinu fá verðlaunapening.
Verðlaunabikar fyrir fyrsta sæti karla og kvenna 19 ára og eldri í 5 km og 10 km. Verðlaunabikar fyrir fyrsta sæti karla og kvenna 13-18 ára í 5 km og 10.km.

Nánari upplýsingar
Leiknir R. á heimaleik þennan sama dag 25.maí. Það er leikur við nafna okkar í Leikni Fáskrúðsfirði. Hann hefst kl. 14 og fá öll börn frítt á leikinn.

Þetta verður sannkallaður Leiknisdagur í Breiðholtinu og við hlökkum til að sjá sem flesta.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*