Breiðholtskrakkar á Gothia Cup

Strákarnir í 3. og 4.flokki Leiknis og stelpurnar í 3. og 4.flokki Breiðholts snéru heim í nótt eftir ferð til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem þau öttu kappi á Gothia Cup.

Nóg var að gera í ferðinni en ásamt því að spila gegn jafnöldrum sínum hvaðan af úr heiminum var farið i sundlaugargerðinn í Skara og tívolíð í Liseberg.

Leiknir U13
Yngra árs strákarnir úr 4.flokki luku keppni í 64-liða úrslitum B þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir stórliðinu Hammarby frá Stokkhólmi. Strákarnir léku vel í mótinu og gáfu öllum sínum andstæðinum hörku keppni en gæfan var ekki með þeim fyrir framan markið og því fór sem fór.

Breiðholt U13
Breiðholtsstelpur luku sem og strákarnir keppni í 64-liða úrslitum B þar sem þær duttu út gegn Bandarísku liði. Stelpurnar margar hverjar nýbúnar að stíga sín fyrstu skref í knattspyrnu og uxu þær með hverjum leiknum og dýrmæt reynsla komin í bankan hjá þeim.

Leiknir 2 U14
Strákarnir í U14 2 þurftu að sætt sig við 1-0 tap gegn Keflvíkingum í 64-liða úrslitum B í hörkuleik sem hefði getað farið báðum megin. Flott mót hjá okkar mönnum sem mættu andstæðingum frá tveimur heimsálfum og gáfu allt sem þeir áttu.

Leiknir 1 U14
Eldra árs strákarnir í 4.flokki fóru lengst í mótinu eða alla leið í 16-liða úrslit í B-flokki þar sem þeir töpuðu naumlega. Hörkumót hjá stráknum sem sýndu mikin stíganda og fara heim reynslunni ríkari.

Breiðholt U16
Stelpurnar stóðu sig vel en vantaði oft herslumunin upp á hjá þeim. Stelpurnar luku eins og flest hinna liðana keppni í 64-liða úrslitum B.

Leiknir U16
Drengirnir byrjuðu mótið af miklum krafti og unnu stórsigur 4-1 í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti og luku drengirnir keppni í 32-liða úrslitum B eftir tap í vítaspyrnukeppni.

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*