Breiðholtsslagur á miðvikudaginn

Leiknismenn leika sinn annan leik í Reykjavíkurmótinu á miðvikudaginn þegar þeir mæta ÍR í Egilshöllinni.

ÍR-ingar hafa tapað báðum leikjum sínum í Reykjavíkurmótinu til þessa 3-1 gegn Víkingum og 2-0 gegn Fjölnismönnum. Leiknismenn hafa leikið einn leik í mótinu en hann tapaðist 3-1.

Leikar hefjast klukkan 19:00 í Egilshöllinni á miðvikudaginn. Við hvetjum Leiknisfólk til að mæta og styðja við liðið sem sýndi flotta takta gegn Fjölni þrátt fyrir tap.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*