Breiðholtsslagur!

Það verður hart barist í kvöld þegar Leiknir og ÍR mætast í Mjóddinni 19:15 í 15.umferð Inkasso-deildarinnar.

Leiknismenn gerðu 2-2 jafntefli gegn Fram í seinasta leik sínum gegn Fram. Þar náðu Leiknismenn að jafna eftir að hafa lent 2-1 undir í leiknum í fyrri hálfleik en náðu eins og áður segir að jafna, eftir flottan seinni hálfleik.

ÍR-ingar töpuðu hinsvegar stórt gegn Þrótti í Laugardalnum en lokatölur þar voru 6-1 Þrótti í vil. ÍR-ingar náðu hinsvegar að styrkja lið sitt undir lok félagaskiptagluggans og er því aldrei að vita hvað lið mætir til leiks í kvöld.

Leiknismenn unnu sinn fyrsta sigur á þessa tímabili gegn ÍR í fyrri umferð deildarinnar 3-1 .Leik liðina í Mjóddinni í fyrra lauk með 1-1 jafntefli en Leiknismenn unnu síðan viðureignina upp á Leiknisvelli 4-0.

Við hvetjum fólk til að leggja leið sína í Mjóddina í kvöld en erum mikilvægan leik að ræða í neðri helming deildarinnar. Leikar hefjast klukkan 19:15 í kvöld
Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*