Breyttar æfingatöflur og Leiknishúsinu lokað

Kæru iðkendur og forráðamenn

Á morgun, mánudag, verður frí frá æfingum hjá Leikni þar sem við vinnum í að útbúa nýtt skipulag fyrir næstu vikur.

Við munum setja saman nýjar æfingatöflur sem verða settar inn á síður flokkanna. Þjálfarar munu haga æfingum þannig að sem mesta öryggis sé gætt.

Við höfum ákveðið að Leiknishúsið verði lokað og klefarnir því ekki í notkun á meðan samkomubann stendur yfir. Iðkendur eiga að mæta tilbúnir á æfingar og passa vel upp á hreinlæti, fyrir og eftir æfingar.

Við hvetjum fólk til að vera meðvitað um ástandið en frekari reglur verða kynntar samhliða nýjum æfingatöflum.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*