Charley Fomen í Leikni

Charley Fomen hefur náð samningum við Leikni Reykjavík.

Charley er 26 ára gamall bakvörður frá Kamerún. Hann kom til Leiknis á reynslu fyrr í vetur og lék leik með liðinu. Hann hreif Leiknismenn og samingar kláruðust nú á dögunum.

Charley er reynslumikill leikmaður sem hefur leikið í Frakklandi undanfarin ár. Hann lék þá með stórliði Marseille auk þess sem hann spilaði með Clermont Foot og Dijon.

Hann á að baki 17 leiki og 1 mark fyrir U20 ára landslið Kamerún

Unnið er nú hörðum höndum að klára atvinnuleyfi fyrir Charley og mun hann koma til landsins um leið og það ferli klárast.

Áfram Leiknir !

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*