Daði Bærings farin til Ameríku

Leiknismaðurinn og vallarstarfsmaðurinn Daði Bærings Halldórsson hélt á mánudaginn aftur til Ameríku þar sem hann stundar nám og leikur knattspyrnu með Háskólanum í Vermont.

Daði lék sjö leiki með Leikni í sumar þar af fimm í byrjunarliðinu. Við óskum Daði velfarnaðar í Vermont í vetur en þar er hann lykilmaður í sterku liði Vermont Háskóla í 1.deild Háskólaboltans.

Þess má geta að Anton Freyr Ársælsson yfirgaf einnig herbúðir Leiknis á dögunum en hann var kallaður til baka úr láni til Fjölnis.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*