Daði: Hrikalega gott að vera kominn heim

Miðjumaðurinn Daði Bærings Halldórsson mætti til landsins í vikunni og verður væntanlega í leikmannahópnum gegn Njarðvík í Inkasso-deildinni annað kvöld.

Daði stundar nám í Bandaríkjunum og leikur þar með Vermont í háskólaboltanum.

Daði, sem er 22 ára, er uppalinn Leiknismaður og hefur leikið með meistaraflokki félagsins frá 2015.

Stutt viðtal við Daða birtist á samfélagsmiðlum Leiknis í gær.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*