Doddi verðlaunaður af KÞÍ

Þórður Einarsson eða Doddi eins og við þekkjum hann var í kvöld verðlaunaður á Aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.

Það er  hefð að á hverju ári fá þjálfarar sem hafa unnið ötult og gott starf í þágu yngri flokka á Íslandi verðlaun fyrir sín störf.

Doddi var í kvöld verðlaunaður fyrir frábært starf í yngri flokkum Leiknis sem og íslenskri knattspyrnu.

Hann hefur þjálfað alla flokka Leiknis og er í dag framkvæmdastjóri Leiknis ásamt því að þjálfa.

Hér má sjá ræðu Sigurðar Þóris Þorsteinssonar, formans KÞÍ um Dodda á verðlaunaafhendingunni í kvöld:

Þórður Einarsson alltaf kallaður Doddi

Doddi hóf að leika knattspyrnu með íþróttafélaginu Leikni árið 1988 á þúfugrasi Leiknisvallarins. Þá 7 ára gamall í Knattspyrnuskóla Leiknis.

Doddi er uppalinn í Fellunum í efra-Breiðholti og útskrifaðist úr Fellaskóla árið 1997. Þaðan lá leið hans í Fjölbrautarskólann í Breiðholti sem er eitt af hans eilífðarverkum .

Hann hóf að þjálfa sem aðstoðarþjálfari 14 ára gamall. Þegar hann var 18 ára varð hann aðalþjálfari í 7.flokki Leiknis. Síðan þá hefur hann víða komið við í starfi Íþróttafélagins Leiknis. Hann hefur komið að þjálfun í öllum flokkum félagsins, verið framkvæmdarstjóri , dómari , húsvörður, vallarþulur og hvað eitt sem lítið knattspyrnufélag hefur þurft hverju sinni. Hann hefur einnig komið að ýmsum verkefnum tengdum fótboltanum hjá Leikni. Meðal annars var opnað Námsver veturinn 2013/2014 fyrir iðkendur Leiknis og einnig hefur verið sett upp mjög öflugt Afreksstarf í Leikni.

Fyrir utan knattspyrnuþjálfunina sem slíka lagði hann til fjölgun liða í 1.deild árið 2006 og vann því máli brautargengi gegn vilja KSÍ.  Það er eitt mesta framfararsporið í íslenskri knattspyrnu. ,,Vælið,, í honum vegna svokallaðs UEFA styrks, á ársþingi átti sinn þátt í því að öll félög fái í dag KSÍ styrk í barna og unglingastarfið. Og tillaga hans um nýja 3.deild skilaði sér nýju deildarfyrirkomulagi árið 2013, þar sem ný 3.deild með 10 liðum var stofnuð.

Doddi er með UEFA A réttindi sem Knattspyrnuþjálfari. Hann hefur þjálfað samfleytt frá árinu 1999 og á einhverju tímapunkti hef urhann þjálfað 17 leikmenn af núverandi leikmannahópi meistarflokk Leiknis í yngriflokkum Leiknis.

 

MYND: Doddi ásamt Kjartani Stefánssyni Fylkismanni sem einnig fékk verðlaun í kvöld

 

 

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*