Ernir gestur Ljónavarpsins

Það er kominn inn nýr þáttur í hlaðvarp Leiknisljónanna. Gestur Snorra og Halldórs er miðjumaðurinn Ernir Bjarnason sem er, skiljanlega, í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Leiknis.

Ljónavarpið er hægt að finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum en þátturinn með Erni er þrettándi þátturinn sem kemur út.

—————

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ÞÁTTINN (leiknisljonin.net)

“Vélin” Ernir Bjarna settist niður með þeim Halldóri og Snorra í Ljónavarpinu að ræða tímabilið hingað til, það sem framundan er og auðvitað fortíðina í Breiðablik, Vestra og meira að segja Roy Keane. 
Halldór og Snorri ræddu svo það sem á daga Leiknis hefur drifið síðan síðast í Ljónaspjallinu. Góða skemmtun kæru Leiknismenn og konur! 

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*