Ernir Guðna lánaður í KFG

Ernir Freyr Guðnason hefur verið lánaður í KFG sem leikur í 2. deildinni.

Ernir er 21 árs, en hann hefur komið við sögu í þremur leikjum með Leikni í Inkasso-deildinni í sumar og þá hefur hann einnig leikið einn leik í Mjólkurbikarnum.

Hann hefur byrjað alla þrjá leikina sem hann hefur spilað í Inkasso-deildinni á þessari leiktíð, en við Leiknismenn erum þar í sjötta sæti.

Alls hefur hann spilað 13 leiki með Leikni í deild og bikar, en hann á einnig að baki leiki með KB í 4. deildinni. 

KFG er í tíunda sæti 2. deildar, en liðið á leik í dag gegn Fjarðabyggð á útivelli. Ernir er gjaldgengur í þann leik. 

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*