Eyjólfur Tómasson í Val á láni

Eyjólfur Tómasson markvöður Leiknis hefur verið lánaður á Hlíðarenda til Vals til loka tímabilsins.

Leiknir og Valur áttu markmannskipti um helgina þegar Ásgeir Þór Magnússon kom til Leiknis á láni og fór Eyjólfur á móti til Vals.

Eyjólfur hefur verið aðalmarkvörður Leiknis frá því 2009 og var valinn markvöður ársins í 1.deild árið 2010. Hjá Val hittir Eyjólfur fyrir Ólaf Þór Gunnarsson sem hefur varið mark Vals í síðustu tveim leikjum. Þar er einnig fyrir Sindri Snær Jensson sem er að snúa til baka úr meiðslum og má búast við harðri samkeppni milli Sindra og Eyjólfs um stöðuna því Ólafur Þór Gunnarsson snýr aftur til Bandaríkjanna innan skamms.

Óskum við Eyjólfi góðs gengis á nýjum stað vitandi að hann hefur öll tól og tæki til að heilla menn á Hlíðarenda líkt og hann hefur gert síðustu ár klæddur Leiknistreyjunni

Gangi þér vel á Hlíðarenda vélmenni 🙂

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*