Knattspyrnunámskeið hjá 4.flokki

Nú á mánudaginn lauk fimm daga sumarnámskeiði sem Leiknir bauð upp á fyrir krakka í 4.flokki. Yfirþjálfari námskeiðsins var Sævar Ólafsson en honum til aðstoðar voru þeir Vuuk Óskar Djimitrevic og Daníel Finns Matthíasson.

Á námskeiðinu var farið yfir ýmsa tæknilega hluti eins og spyrnur,skalla og skot sem og undirliggjandi þætti knattspyrnuiðkunnar eins og matarræði, leikgreiningu og undirbúning fyrir leik.

Námskeiðinu var síðan slúttað með hinni sívinsælu Gatorade keppni en þar voru það þeir Zach og Stefan sem sigruðu. Námskeiðið tókst vel til að mati þáttakenda og þjálfara og er möguleiki að boðið verði upp á annað samskonar námskeið seinna í sumar.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*