Fjölnir fór heim með öll stigin

Leiknir 0 – 2 Fjölnir
0-1 Jóhann Árni Gunnarsson (’14)
0-2 Ingibergur Kort Sigurðsson (’70)

Leiknir tapaði fyrir toppliði Fjölnis á Leiknisvelli á fimmtudagskvöld. Gestirnir voru betri í leiknum og fengu öll stigin.

Leiknir tefldi fram sama byrjunarliði og gegn Keflavík. Fjölnir komst yfir eftir aukaspyrnu. Okkar menn voru óheppnir að ná ekki að jafna þegar Gyrðir átti sláarskot af löngu færi.

Fjölnir skoraði sitt annað mark í seinni hálfleik og innsiglaði sigurinn. Leiknismaður leiksins var valinn Vuk Oskar Dimitrijevic og fær hann klippingu frá Manhattan hárgreiðslustofu.

Næsti leikur Leiknis verður næsta fimmtudagskvöld, gegn Fram í Safamýri. Sjáumst þar!

Skýrslan af Fótbolta.net

Umfjöllun frá Leiknisljónunum

Viðtal við Sigga af Fótbolta.net

Leikir Leiknis út ágúst:
Fim 11. júlí 19:15 Fram – Leiknir
Þrið 16. júlí 19:15 Leiknir – Afturelding
Lau 20. júlí 16:00 Magni – Leiknir
Fim 25. júlí 19:15 Njarðvík – Leiknir
Þrið 30. júlí 19:15 Leiknir – Grótta 
Föst 9. ágúst 19:15 Víkingur Ó. – Leiknir
Föst 16. ágúst 18:00 Leiknir – Þróttur
Lau 24. ágúst 16:00 Þór – Leiknir
Föst 30. ágúst 18:00 Leiknir – Haukar

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*