Fjórtán ára með sigurmark

Fram 2 – 3 Leiknir
0-1 Sævar Atli Magnússon (’27)
1-1 Þórir Guðjónsson (’37)
1-2 Sævar Atli Magnússon (’54, víti)
2-2 Albert Hafsteinsson (’71, víti)
2-3 Róbert Quental Árnason (’87)
Rauð spjöld: Framari (’45), Ernir Freyr Guðnason, Leiknir R. (’49), Framari (’90)

Það var mikið um dýrðir í Egilshöll þegar okkar menn unnu Fram í bráðskemmtilegum kappleik á laugadag.

Það vantaði ansi marga í okkar lið vegna meiðsla, opinberra heimsókna á erlendar grundir, prófa og leikheimildarleysis svo sitthvað sé nefnt.

Siggi Höskulds nýtti þá tækifærið og kastaði guttunum í laugina. Þeir eru svo sannarlega syndir.

Meðalaldur liðsins var um 20 árin og buðu strákarnir uppá skemmtun og flotta frammistöðu.

Sævar heldur áfram leið sinni að hinum eftirsótta gullskó Reykjavíkurmótsins og hinn 14 ára Róbert Quental skoraði sigurmarkið.

Eðall í Egilshöll! Næsti leikur er gegn Val á föstudagskvöld en þá ræðst hvort okkar menn komist áfram.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*