Fjörugur jafnteflisleikur

Leiknir R. 2 – 2 Grótta
1-0 Sólon Breki Leifsson (’16)
2-0 Sólon Breki Leifsson (’34)
2-1 Valtýr Már Michaelsson (’51)
2-2 Pétur Theódór Árnason (’57)
Rautt spjald: Stefán Árni Geirsson, Leiknir R. (’77)

Leiknir er í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar að loknum fimmtán umferðum en leikurinn gegn Gróttu á Leiknisvelli á þriðjudag endaði með 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik.

Leiknir var 2-0 yfir í hálfleik en Sólon skoraði tvívegis (Vuk og Stefán með stoðsendingar). Okkar menn komu ekki nægilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og gestirnir jöfnuðu.

Stefán fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 77. mínútu en þrátt fyrir að vera tíu gegn ellefu fengu okkar menn betri færi til að taka öll stigin á lokasprettinum.

Lokatölurnar 2-2 og allt er galopið í þessari skemmtilegu deild!

Nú kemur hlé í deildinni vegna verslunarmannahelgarinnar en næsti leikur verður útileikur gegn Víkingi Ólafsvík föstudagskvöldið 9. ágúst. Stefán, Nacho og Sævar Atli verða í leikbanni í þeim leik; þeir tveir síðarnefndu vegna uppsafnaðra áminninga.

Skýrslan úr Leiknir – Grótta á Fótbolta.net

Umfjöllun á heimasíðu Leiknisljónanna

Myndaveisla Hauks Gunnarssonar

Viðtal við Sigga Höskulds eftir leikinn (Fótbolti.net)

Staðan í deildinni og leikjadagskrá (ksi.is)

Sólon valinn í lið umferðarinnar (Fótbolti.net)

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*