Flott byrjun á Inkasso

Leiknir R. 4 – 1 Magni
1-0 Sævar Atli Magnússon (’14)
2-0 Stefán Árni Geirsson (’16)
3-0 Sólon Breki Leifsson (’55)
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson (’59)
4-1 Vuk Oskar Dimitrijevic (’82)

Leiknir vann 4-1 sigur gegn Magna Grenivík í 1. umferð Inkasso-deildarinnar. Leikurinn fór fram á gervigrasi Leiknis.

Það var mikið um dýrðir á opnunarleik deildarinnar og Sævar Atli Magnússon skoraði fyrsta markið. Tveimur mínútum síðar var boltinn aftur í netinu hjá Magna en þá skoraði Stefán Árni Geirsson, sem síðar var kjörinn maður leiksins.

Leiknir bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik og Magni náði einu sinni að skora. Sólon Breki Leifsson kom Leikni í 3-0 og Vuk Oskar Dimitrijevic, sem kom öflugur af bekknum, átti lokaorðið.

Leiknir mun mæta Aftureldingu í 2. umferð, leikurinn fer fram í Mosfellsbæ næsta föstudagskvöld.

Nánar um sigurinn gegn Magna (Fótbolti.net)

Myndaveisla frá leiknum á Facebook svæði Leiknis

Sjáðu markið sem Vuk skoraði (Leiknir á Twitter)

Umfjöllun um leikinn á leiknisljonin.net

Viðtal við Stebba Gísla (Fótbolti.net)

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*