Flottir á Pollamótinu

Leiknisstrákar í 6.flokki karla léku á föstudaginn síðasta á Pollamóti KSÍ. Mótið var haldið á Leiknisvellinum. Alls voru fjögur lið skráð til leiks undir merkjum Leiknis. Mótherjarnir voru Blikar, Fjölnir úr Grafarvogi og Framarar.

Leiknisliðin fjögur stóðu sig heilt yfir vel og mátti sjá flotta takta . Tilfinningarnar, gleðin og stemmningin var í algleymingi nú í miðri hringiðu Heimsmeistaramótsins í Brasilíu. Fengu menn að ferðast í rússíbanareið tilfinninganna  þar sem sigrar, töp, dramatískar tæklingar og bjarganir voru á hverju strái.

Öll liðin fjögur fá stóran plús fyrir  sýndar framfarir frá því í byrjun maí þegar flokkurinn tók þátt í Subway-móti ÍR.

6.flokkur karla hefur vaxið jafnt og þétt í vetur þegar rétt tæplega 40 drengir mættu á æfingar.

Áfram Leiknir

Leiknisstrákar fagna í leikslok

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*