Flottur endir á tímabili KB

KB, varalið Leiknis, spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu á föstudagskvöld þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Smára.

KB var í erfiðum riðli í 4. deildinni í sumar en lauk tímabilinu á flottan hátt, með fjórum sigrum í síðustu fimm leikjunum.

KB endaði í sjötta sæti riðilsins

Að lokum má svo benda á að KB hefur gert sig gildandi á samfélagsmiðlum og hefur sett á laggirnar vinsælan Instagram aðgang.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*